Kaupþing banki hf. hefur selt 31,25% eignarhlut sinn í Danól ehf og Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. Kaupendur eru fjórir stjórnendur fyrirtækjanna, þeir Friðjón Hólmbertsson, Pétur Kr. Þorgrímsson, Ólafur Kr. Guðmundsson og Kristján Elvar Guðlaugsson. Icebank fjármagnar kaupin og var ráðgjöf í höndum Guðmundar B. Ólafssonar hrl.

Friðjón starfar sem framkvæmdastjóri veitingasviðs og Kristján Elvar er framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Ölgerðinni ehf. Ólafur Kr. er sölustjóri og Pétur Kr. er markaðstjóri hjá Danól ehf.

"Velta fyrirtækjanna tveggja hefur aukist mjög á undanförnum árum og nam tæpum 10 milljörðum króna í fyrra," segir í tilkynningu.