Kaupþing hefur selt 862.070 hlutabréf í Storebrand fyrir um 44,3 milljónir norskra króna, eða um 545 milljónir íslenskra króna, um  að því er norski fréttavefurinn E24 fullyrðir, og á að því búnu 89,98 milljónir hluta í félaginu, eða sem svarar 20% af hlutabréfum í félaginu. Segir fréttavefurinn norski að salan sé gerð til að uppfylla lagalegar kröfur um að bankinn eigi ekki meira en fimmtung í Storebrand.

Í byrjun október síðastliðins tilkynnti norska fjármálaeftirlitið að það teldi ekki ástæðu til að ætla að Kaupþing og Exista hefðu haft með sér samráð um kaup í Storebrand, en þá var samanlagður hlutur félaganna rúmur fjórðungur.