Kaupþing banki er að ljúka sölu á þriggja-ára skuldabréfum í Japan að virði 50 milljarðar jena, sem samsvarar rúmlega 28 milljörðum króna, fyrstur íslenskra banka, samkvæmt upplýsingum frá umsjónaraðilunum Daiwa Securities og Nomura.

Bankinn ákvað að stækka útboðið úr 20 milljörðum jena í 50 milljarða vegna mikillar umframeftirspurnar.

Viðskiptablaðið greindi frá áætlunum Kaupþings í síðustu viku, og reiknuðu markaðsaðilar með að kjörin myndu vera 70-85 punktar.

Í tilkynningu frá Kauþingi banka segir að kjörin séu 75 punktar yfir fasta vexti í Japan til þriggja ára (e. three-year swap rate).