Kaupþing [ KAUP ] hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki [ FO-EIK ]P/F, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eik Banki tekur yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007.

Í tilkynningunni segir að starfsemi Kaupþings í Færeyjum, sem hófst árið 2000, hafi einkum snúist um miðlun verðbréfa, eignastýringu, útlán og aðra hefðbundna fjárfestingabankastarfsemi. „Undanfarin ár hefur starfsemin í Færeyjum gengið vel en þar starfa nú um 30 manns. Eik Banki greiðir fyrir starfsemina með reiðufé og mun yfirtaka innlán Kaupþings í Færeyjum sem og megnið af þeim lánum sem bankinn hefur veitt þar. Áhrif sölunnar á rekstur og efnahag Kaupþings eru óveruleg. Salan er háð venjubundnum fyrirvörum af hálfu kaupanda og seljanda.“

Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings, segir í tilkynningunni: „Starfsemin í Færeyjum hefur gengið vel síðustu ár og ég er þess fullviss aðsvo verði áfram hjá nýjum eigendum. Með fjölgun starfsstöðva Kaupþings ámeginlandi Evrópu var sú ákvörðun tekin að selja starfsemina. Ég vil nota tækifærið og þakka Peter Holm, framkvæmdastjóra, og öðru starfsfólki í Færeyjum fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og afar góðan árangur.“