Kaupþing [ KAUP ] mun á morgun skrá nýjan sjóð á AIM [Alternative Investment Market ]. Sjóðurinn kallast Infrastructure India hefur nú þegar safnað 40 milljónum punda í hlutafé. Indverski fréttavefurinn VC Circle greinir frá þessu í dag.

Sjóðurinn hefur þegar komið höndum yfir þrjár kjarnaeignir. Samkvæmt frétt PropertyWeek.com hefur sjóðurinn keypt vatnsaflsvirkjum, tollskyldan veg og vöruflutningajárnbrautarteina.

Eignastýring sjóðsins verður í höndum Bridge Capital Realty, sem er ráðgjafa- og eignastýringarfyrirtæki frá Singapúr.

Gary Neville hjá John Laing Capital Management verður síðan einn ráðgjafa sjóðsins.

Kaupþing mun sjálft stýra helstu fjárfestingum.