Kaupþing hefur gefið út skuldabréf í ungverskum forintum að upphæð 6,2 milljörðum forrenta sem samsvarar til rúmlega 21 milljarði króna. Útgáfan er til þriggja ára samkvæmt frásögn fréttaveitunnar Reuters.

Mikið er að gera í skuldabréfaútgáfu Kaupþings um þessar mundir en um er að ræða fjórðu útgáfu bankans á þessu ári og þriðju útgáfunna á þremur vikum. Kaupþing hefur nýlega gefið út hefðbundin og víkjandi skuldabréf í Evrum en fyrr á árinu stóð bankinn fyrir útgáfu í Kananda.

Þá stendur yfir undirbúningur í útgáfu Samúræjabréfa sem eru gefinn út í japönskum jenum. Að sögn Guðna Aðalsteinssonar forstöðumanns fjárstýringar Kaupþings er þetta allt liður í að auka landfræðilega dreifingu í skuldabréfaútgáfu bankans.