Hagstofa Íslands mun birta verðbólgutölur fyrir september á morgun fyrir opnun markaðar og spáir greiningardeild Kaupþings banka 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs.

Samkvæmt spánni mun tólf mánaða verðbólga fara niður í 7,8% úr 8,6%, en helstu áhrifavaldar nú eru að mati greiningardeildarin lok sumarútsala, ýmsar þjónustuverðshækkanir og hækkun á mat- og drykkjarvörum. Það sem vegur á móti þessum hækkunum er lækkun á bensínverði og kólnun á fasteignamarkaði.

Greiningardeild Kaupþings telur nokkuð líklegt að verðbólgutoppnum hafi verið náð í síðasta mánuði þegar tólf mánaða verðbólga mældist 8,6%.

?Þó er líklegt að verðbólga fari aðeins upp á fjórða ársfjórðungi og verði á bilinu 8-8,5%," segir greiningardeildin, sem telur að verðbólga muni haldast há fram á lok fyrsta ársfjórðungs 2007 þegar hún tekur að lækka nokkuð skarpt.