Stjórn Kaupþings banka ákvað á stjórnarfundi í dag að stefna að því að leysa upp eignarhald bankans í fjárfestingarfyrirtækinu Exista með því að ráðstafa með arðgreiðslum hluta af eign bankans í Exista, segir í fréttatilkynningu til Kauphallar Íslands.

Exista BV, dótturfélag Exista ehf., á 21,1% hlut í bankanum, en bankinn á 19,2% hlut í Exista ehf.

?Ef þessar viðræður leiða til viðunandi niðurstöðu gerir stjórn bankans ráð fyrir því að kalla til hluthafafundar síðar á árinu og leggja þar til að hluthöfum verði greiddar aukaarðgreiðslur í formi hluta í Exista," segir í tilkynningunni.

?Þetta er þó háð því skilyrði að hlutabréf í Exista verði skráð fyrir árslok. Í tengslum við ofangreint hefur bankinn haft frumkvæði að viðræðum við aðra hluthafa í Exista."