Jan Petter Sissener hefur stefnt Kaupþingi þar sem hann telur bankann skulda sér bónus- og starfslokagreiðslur.

Jan Petter stýrði áður starfsemi Kaupþings í Noregi.

Ekki er vitað hversu hárrar upphæðar Jan Petter krefst en Dagens Næringsliv hefur áætlað út frá ársreikningum Kaupþings að krafan nemi rúmlega 25 milljónum norskra króna (um 390 milljónir íslenskra króna).

Bónusgreiðslur til Jan Petter árið 2006 námu 12,3 milljónum norskra króna og talið er að fyrir árið 2007 hafi hann átt að fá hærri upphæð en það. Dagens Næringsliv reiknast svo til að bónusgreiðslur fyrir árið 2008 eigi að vera um 9,2 milljónir norskra króna.

Auk þessa átti Jan Petter kauprétt sem metinn er á nokkrar milljónir til viðbótar.

Þetta kemur fram á vef Dagens Næringsliv.