Bresku blöðin Times og Daily Telegraph greina frá því í dag að Kaupþing banki í London vinni nú að því að sameina matvöruverslunarkeðjuna Costcutter og matvöruheildsölufyrirtækið Nisa-Today's.

Í fréttum blaðanna segir að Kaupþing banki hafi fjárfest í Costcutter, muni fjármagna viðskiptin og að fjárfestingaarmur bankans (e. principal investment) ætli að taka stöðu í sameinuðu félagi.

Kaupþing leiddi saman fjárfestahópinn sem keypti matvöruverslunarkeðjuna Somerfield og er einnig hlutahafi í félaginu. Hópurinn var leiddur af Robert Tchenguiz, sem er einn helsti viðskipafélagi bankans í Bretlandi. Baugur neyddist til að hætta við þáttöku vegna Baugsmálsins.

Ekki hefur náðst í talsmenn Kauþings banka til að bera undir þá fréttina, né umfang viðskiptanna.