John Hargreaves, stofnandi Matalan-verslunarkeðjunnar í Bretlandi, ætlar að gera 817 milljón punda kauptilboð í keðjuna með stuðningi Kauþings banka, segir í frétt breska dagblaðsins The Times.

Kauptilboðið samsvarar tæplega 104 milljörðum íslenskra króna

Í fréttinni segir að Hargreaves hafi hætt við að vinna með Barclays-bankanum og valið Kaupþing í staðinn. Ekki er vitað hvort að Kauþing muni taka stöðu í Matalan með Hargreaves, en bankinn fjárfestir oft með viðskiptavinum sínum í verkefnum.

Hargreaves og fjölskylda ráða yfir um 53% hlut í Matalan, en félagið er skráð í Kauphöllina í London.