Starfsemi Heklu hefur verið skipt í tvennt og Kaupþing hefur tekið yfir rekstur félagsins. Allt hlutafé eignarhaldsfélags Heklu og Öskju, Hafrahlíðar ehf., er komið í eigu Kaupþings. Fyrri eigendur eigendur Hafrahlíðar munu halda áfram rekstri Öskju og Kia. Knútur Hauksson verður áfram forstjóri Heklu.

Það sem eftir stendur af rekstri Heklu og Hekla fasteignir fer yfir til Kaupþings. Sala og þjónusta Öskju og Kia verður í eigu fyrri eigenda Heklu. Askja er með umboð fyrir Mercedes Benz. Félögin hafa verið rekin sem tvö aðskilin fyrirtæki. Fyrrverandi eigendur Hafrahlíðar munu væntanlega halda þeim rekstri áfram. Þessir eigendur eru Knútur hauksson, Hjörleifur Jakobsson, Frosti Bergsson og Íslensk-ameríska.

Askja hefur frá upphafi verið systurfélag heklu og félögin hafa verið rekin aðskilin. Það sem hekla hefur séð um fyrir Öskju er þjónusta eins og bókhald, markaðsmál og upplýsingatæknimál. Auk þess hefur hekla séð um sölu á notuðum bílum. Gert er ráð fyrir að Askja sjái um þess hluti sjálf.