Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,58% og er 7.696 stig þegar hlutabréfamarkaðurinn hefur verið opinn í um 50 mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Velta nemur 1,7 milljarði króna.

Kaupþing hefur hækkað um 3,13%, Icelandair Group hefur hækkað um 1,24%, Föroya banki hefur hækkað um 2,19%, Exista hefur hækkað um 2,06% og FL Group hefur hækkað um 2,06%.

Atlantic Petroleum er eina félagið sem hefur lækkað eða um um 1,88%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,67% og er 126,8 stig.

Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,15% á hádegi að staðartíma, Þýska vísitalan hefur farið niður um 0,36%, Enska vísitalan FTSE 100 hefur lækkað um 0,06%, Norskavísitalan OBX hefur lækkað um 0,24%, sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,96%.

Í nótt lækkaði NASDAQ um 1%%, ef marka má upplýsingar frá Euroland.