Opnað verður fyrir innlausnir í fjárfestingasjóðunum Verðbréfaval 1-5 föstudaginn 9. janúar (á morgun). Sjóðirnir eru jafnframt undirliggjandi sjóðir í sparnaðarleiðinni ÞEGAR.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kaupþings. Lokað hefur verið fyrir innlausnirnar frá því þann 3. október 2008.

Nýtt gengi hefur verið reiknað fyrir hvern og einn sjóð og er um nokkra lækkun að ræða samkvæmt tilkynningunni. Lækkunin skýrist einkum af eign í innlendum hlutabréfum og verðrýrnun skuldabréfa. Lækkun í Verðbréfavali 1 er mest eða 29,8%.

Sjá nánar hér.