Stjórn Kaupþings leggur til að hluthöfum verði greiddur arður að upphæð 14,8 milljarðar króna vegna rekstrarársins 2007. Þetta kemur fram í fundarboði fyrir aðalfund Kaupþings en hann  verður þann 7.mars næstkomandi. Arðgreiðslan nemur 20 krónum á hlut, sem samsvarar 21% af hagnaði félagsins á árinu 2007.

Þá er einnig lagt til að stjórn Kaupþings, fyrir hönd bankans verði heimild að kaupa hlutabréf í bankanum í allt að 18 mánuði  frá aðalfundi.

Það verði þó gert með þeim fyrirvara að bankinn eignist ekki meira en 10% í sjálfum sér.  Þá verði aðeins heimilt að greiða innan við 20% yfir og/eða  undir markaðsverði bankans í íslensku og sænsku kauphöllunum. a