Skeljungur hefur samið um kaup á 25% eignarhlut í Brauð&Co og Gló en þetta kemur fram í tilkynningu samhliða árshlutauppgjöri félagsins. Kaupverðið er ekki tekið fram.

„Markmiðið með þessum fjárfestingum er að nýta staðsetningar okkar betur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttara vöruúrval í verslunum okkar,“ er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs.

Gló og Brauð&Co hefur verið í meirihlutaeigu hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur í gegnum Eyju fjárfestingarfélag.