*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 26. mars 2017 13:06

Kaupir 800 til 900 bíla

Alp hyggst stækka bílaflotann um ríflega 30% á þessu ári en Bílaleiga Akureyrar og Hertz halda að sér höndum.

Trausti Hafliðason
Hjálmar Pétursson, forstjóri Alp.
Haraldur Guðjónsson

Hjálmar Pétursson, forstjóri Alp hf., sem rekur Avis og Budget bílaleigurnar og er önnur stærsta bílaleiga landsins, er miklu brattari en kollegar hans þeir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar og Sigfús B. Sigfússon, forstjóri Hertz. Eins og kom fram á vef Viðskiptablaðsins gær hyggst Bílaleiga Akureyrar ekki fjölga bílum á þessu ári og Hertz hyggst einungis stækka flotann um 5 til 10%.

Hjálmar segir að flotinn hjá Alp hafi á síðasta ári talið 2.700 bíla og að á þessu ári sé stefnt að því að stækka hann í 3.500 til 3.600 bíla, sem er tæplega 30 til 33% fjölgun bíla á milli ára.

„Vegna sterkrar stöðu krónunnar eru bílar ódýrari og við erum að flytja um þriðjung af okkar nýju bílum inn sjálfir," segir Hjálmar. „Við ætlum að taka þátt í þessum uppgangi ferðaþjónustunnar á meðan hann varir."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.