Það er orðrómur um að Actavis muni kaupa verksmiðju á Indlandi fyrir um 1,8 milljarða króna, að sögn greiningardeild Landsbankans, sem hefur það eftir Hindustian Times.

?Verksmiðjan sem um ræðir er í eigu fyrirtækisins Sanmar Pharma sem er með höfuðstöðvar í Chennai og er hluti af Sanmar Group en sú samstæða starfar á sviði verkfræði- og efnaframleiðslu. [...] Að sögn Hindustian Times yrði sala Sanmar Pharma á verksmiðjunni hluti af yfirlýstum breytingum félagsins í átt til líftæknirannsókna,? segir greiningardeildin.

Hún segir að verksmiðjan framleiðir virk lyfjaefni (API) en á síðasta ári opnaði Actavis einmitt nýja þróunareiningu á Indlandi sem ætlað er að þróa virk lyfjaefni. ?Kaupin á verksmiðjunni væru því rökrétt framhald af opnun nýju þróunareiningarinnar.

Það að Actavis sé að fjárfesta í einingum til þess að tryggja að þróun og framleiðsla á virkum lyfjaefnum eigi sér stað innan samstæðunnar er liður í að lágmarka hráefnakostnað félagsins en fram til þessa hefur Actavis keypt virk lyfjaefni af utanaðkomandi aðilum.

Almennt er það talið mikill styrkur ef samheitalyfjafyrirtæki er sjálft með öfluga þróun og framleiðslu á virkum lyfjaefnum þar sem verðsamkeppnin er sífellt að aukast á markaðinum,? segir greiningardeildin.