Mun bankarisinn Citigroup kaupa Nordea, stærsta banka norðurlandanna? Vangaveltur voru um það á netsíðu  sænska viðskiptablaðsins Affärsvärlden í morgun og hafa bréf Nordea hækkað nokkuð í kjölfar þess. Sem kunnugt eru nokkrir íslenskir fjárfestar meðal hluthafa Nordea.

Samkvæmt upplýsingum Affärsvärlden hafa fulltrúar Citigroup sett sig í samband við sænsk stjórnvöld um kaup á hlut ríkisins í bankanum en ríkið er lang stærsti hluthafinn með um 20% stöðu. Líklega væri hún um 600  milljarða króna virði.

Samkvæmt frétt sænaks blaðsins hefur forstjóri Citigroup, Charles Chuck Prince, lengi haft áhuga á að stækka utan Bandaríkjanna þar sem nokkurar stöðnunnar hefur gætt í fjármálageiranum.

Til þessa hefur Citigroup ekki verið með mikla starfsemi í Svíþjóð og rekið lítið útibú með um 20 starfsmönnum.