Daniel Och, stofnandi vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Management, keypti í vikunni eina dýrustu íbúð sem seld hefur verið í New York. Daniel er talinn hafa greitt um 95 milljónir dollara fyrir íbúðina, eða um 11,7 milljarða króna. WSJ greinir frá.

Vogunarsjóðurinn Och-Ziff er meðal stærstu hluthafa í Arion banka, með 9,53% hlut auk þess að eiga stóran hlut í Kaupþingi.

Daniel lét af störfum hjá Och-Ziff á síðasta ári eftir að nokkurra ára valdabaráttu. Sjóðurinn greiddi yfir 400 milljóna dollara sektargreiðslu ári 2016 vegna mútugreiðslna félagsins í Afríku. Í kjölfarið þess að Daniel lét af störfum skipti sjóðurinn um nafn og heitir nú Sculptor Capital Management. Eignir í stýringu vogunarsjóðsins hafa dregist saman úr 50 milljörðum dollara árið 2005 í 33,6 milljarða dollara í dag. Auður Daniel er metinn á um 3,2 milljarða dollara sem gerir hann einn af 250 ríkustu mönnum heims samkvæmt auðmannalista Forbes.

Flutti lögheimilið til að spara sér skatta

Daniel færði nýverið lögheimil sitt til Flórída þar sem hann greiðir lægri skatta þar en í New York. Íbúðin sem hann festi kaup á er 910 fermetra þakíbúð í nýbyggingu við 220 Central Park South í Manhattan í New York ásamt minni íbúð neðar í byggingunni. Golfhermir, körfuboltavöllur, leiksvæði fyrir börn, bókasafn og safabar er meðal þess sem finna má í íbúðinni. Gamla heimili hans við 15 Central Park West, í fimm mínútna göngufjarlægð frá nýju íbúðinni, er til sölu á 57,5 milljónir dollara

Fáar íbúðir hafa selst á hærra verði á Manhattan. Annar vogunarsjóðsstjóri, Ken Griffin, greiddi 238 milljónir dollara fyrir íbúð í sömu byggingu. Michael Dell, stofnandi tæknifyrirtækisins Dell greiddi 100,47 milljónir dollara fyrir íbúð skammt undan árið 2014 samkvæmt frétt WSJ um málið.