Útgáfufélalið Pearson, eigandi breska blaðsins Financial Times, hefur selt blaðið til japanska fyrirtækisins Nikkei á 844 milljónir punda. Fjárhæðin jafngildir 177 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pearson .

Samkvæmt samningnum kaupir Nikkei móðurfélag blaðsins, FT Group, en þó eru undanskildar fasteignir Financial Times auk 50% hlutar móðurfélagsins í The Economist, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Gengi hlutabréfa í FT Group hækkaði um 2% eftir tíðindin.