*

laugardagur, 14. desember 2019
Innlent 15. júlí 2019 18:21

Kaupir fjórðung í Hefring

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins mun kaupa tæpan fjórðungshlut í nýsköpunarfyrirtækinu Hefring ehf.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hefring ehf. hafa gengið frá samkomulagi um fjármögnun þar sem sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Karl Birgir Björnsson, Framkvæmdastjóri Hefring, segir aðkomu sjóðsins styðja áframhaldandi þróun og markaðsetningu lausnar sem stefnt sé að því að koma á markað á markað á næstu mánuðum. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir fyrirtækið falla vel að stefnu og áherslu hans.

Hefring þróar lausnir sem auka öruggi sjófarenda og veita bátaeigendum betri yfirsýn yfir meðferð báta. Fyrsta vara félagsins, Hefring Marine, miðar að því að auka öryggi og fækka slysum um borð í hraðbátum.

Hefring Marine veitir skipstjórnarmönnum leiðbeinandi upplýsingar á meðan á siglingu stendur og rekstraraðilum báta innsýn og greiningu á gögnum um hegðun og viðbrögð á siglingu. Búnaðinum má líkja við ökurita í bifreiðum sem margir þekkja.

Hefring stefnir jafnframt á að búa til nýjar lausnir sem byggja á gögnum frá bátum, greina siglingu og aðra þætti sem nota má til að bæta rekstur báta.