Eftir að Viðskiptablaðið fór í prentun í gær sendi FL Group frá sér tilkynningu þess efnis að stjórnir FL Group hf. og eignahaldsfélagsins Fons hafa áhuga að ræða um hugsanlega sameiningu eða kaup FL Group á norræna flugfélaginu Sterling og danska flugfélaginu Mærsk Air.

Segir í tilkynningunni að viðræður hafi ekki hafist enn.

Gengið var formlega frá samruna Sterling og Mærsk Air í gær en Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinsonar, samþykkti að kaupa Mærsk Air í sumar.Taprekstur hefur verið á Mærsk Air og nam tapið 500 milljónum danskra króna, eða 5,14 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Taprekstur Sterling nam 120 danskra milljónum, eða 1,23 milljörðum íslenskra króna, á sama tímabili.