Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti í morgun 12.750.000 hluti í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Miðað við skráð gengi í kauphöllinni, sem stendur nú í 40,85 krónum á hlut, nema viðskiptin rúmlega 520 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á lífeyrissjóðurinn samtals 194.370.609 hluti í HB Granda sem jafngildir 10,7% eignarhlut í fyrirtækinu.

Verðmæti hlutarins nemur tæplega 8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi.