Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, keypti í dag hlutabréf í Högum hf. fyrir 10 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar .

Hann keypti 157 þúsund hluti á genginu 63,8 krónur sem. Fyrr í dag keypti Finnur Oddsson, forstjóri Haga, 155 þúsund hluti á genginu 63,9 krónur. Fyrir viðskiptin átti hann engin hlutabréf í Högum.

Guðmundur hefur starfað hjá Bónus frá árinu 1992 og starfað sem framkvæmdastjóri í rúmlega 20 ár.