Magnús B. Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Iberecia, nýtti í dag kauprétt frá árinu 2016 til þess að kaupa rúmlega tvær milljónir hlutabréfa í Iceland Seafood International á genginu 5,4 krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar .

Samtals keypti Magnús 2,35 milljónir bréfa í félaginu fyrir um 12,7 milljónir króna. Gengi félagsins í kauphöllinni í dag er 17,65 krónur og raunvirði bréfanna því um 41,5 milljón króna. Myndi hann selja bréfin á þessu gengi myndi hann hagnast um 28,8 milljónir.

Eftir kaupin á Magnús enn sem áður kauprétt að 7,65 milljónum bréfa.