Greint var frá því í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins að Ólafur Ólafsson hafi keypt rúmlega 60% hlut í Asia Seafood, sem áður tilheyrði Iceland Seafood. Leitað var til Ólafs að fyrra bragði.

Ólafur, sem oftast er kenndur við Samskip, var fyrr á þessu ári til umfjöllunar í Viðskiptablaðinu vegna viðskipta með matvælafyrirtæki. Í febrúar sl. lauk langdreginni yfirtöku franska félagsins Lur Berri á Alfesca. Ólafur átti um 40% hlut þegar það var afskráð úr Kauphöll á árinu 2009 í kjölfar yfirtökutilboðs Lur Berri. Miklar tafir urðu á kaupum Lur Berri en ákveðið var að hefja yfirtökuna að nýju síðastliðið haust. Sú gekk eftir og heitir Alfesca nú Labeyrie Fine Foods. Þá kvaðst Ólafur skilja sáttur við félagið, eftir rúmlega tíu ára aðkomu. Líkt og nú vildi hann ekki gefa upp kaupverð síns hlutar en sagði það ásættanlegt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.