Íbúðalánasjóður hefur skrifað undir samning við Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ ehf.), dótturfélag Seðlabankans, um kaup á skuldabréfum fyrir 13,5 milljarða króna.

Um er að ræða eignavarin skuldabréf með veði í húsnæðislánum útgefin af Arion banka hf. Samningurinn er gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki stjórnar Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þá munu kaupin auka jöfnuð milli eigna og skuldbindinga sjóðsins.

Um er að ræða bréf úr sama flokki og Íbúðalánasjóður keypti af sama aðila í október 2015.