*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 22. nóvember 2017 11:33

Kaupmáttur dregst saman á ný

Launavísitalan hækkaði um 0,1% í október á sama tíma og kaupmáttur dróst saman um 0,4%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launavísitalan hækkaði um 0,1% milli mánaða í októbermánuði, og fór hún upp í 630,7 stig að því er Hagstofan greinir frá. Á sama tíma lækkaði kaupmáttur launa um 0,4%. Launavísitalan hefur hins vegar hækkað um 7,2% síðustu tólf mánuði, en í október á síðasta ári stóð hún í 588,3 stigum.

Hækkunin síðustu 12 mánuði á undan því nam 10,4% svo ljóst er að eitthvað er að draga úr launahækkunum, en þær fóru lægst niður í 4,9% hækkun í apríl síðastliðnum ef miðað er við síðustu tólf mánuði en hafa síðan hækkað á ný.

Mánaðarhækkunin í apríl var hins vegar tvöfalt meiri en hækkunin nú, eða 0,2%, síðan hækkaði hún um 3,2% í maí, 1,0% í júní, ekkert í júlí, 0,2% í ágúst og loks 0,8% í september.

Þrátt fyrir launahækkanir síðustu mánuði hefur kaupmáttur launa dregist saman um 0,4%, en í októbermánuði fór hann niður í 144,8 stig. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa þó hækkað um 5,2%.

Stikkorð: kaupmáttur Laun hagstofan