Laun á vinnumarkaði stóðu í stað á milli mánaða í ágúst samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Vísitalan stendur nú í 379,5 stigum.

Kaupmáttur launa lækkaði frá fyrri mánuði um 0,2%. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar hækkað um 1,4% og vísitala launa um 6%. Hækkun síðarnefndu vísitölunnar hefur verið hæg á síðastliðnu ári. Hún tók þó nokkurt stökk í júní síðastliðnum þegar hún hækkaði um 2,2% frá fyrri mánuði.

Kaupmáttur launa hefur aukist töluvert frá sínu lægsta gildi en lækkun frá því að hann stóð sem hæst nemur um 12%. Kaupmáttur mældist mestur í byrjun árs 2008.