Launavísitala í febrúar 2016 hækkaði um 3,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 12,6%. Síðustu þrjá mánuði hefur launavísitalan hækkað um 21,1% ef hún er umreiknuð til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Kaupmáttur launa hækkaði um 2,8% milli mánuða frá febrúar. Síðustu 12 mánuði hefu vísitala kaupmáttar launa hækkað um 10,2%.

Hagstofan segir að í vísitölunni gætir áhrifa nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði svo sem aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir þann 21. janúar 2016. Samningurinn kveður á um breytingar á kjarasamningum sem gerðir voru milli samningsaðila frá maí til september 2015. Í samningum var meðal annars samið um 6,2% almenna launahækkun frá 1. janúar 2016.