Launavísitalan hækkaði um 6,9% á árinu 2017 en Hagstofan birti í dag launavísitöluna í desember en hún hækkaði um 0,2% frá því í nóvember.

Kaupmáttur launa í desember 2017 er 145,1 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,8%.

Launavísitalan er verðvísitala sem byggist á gögnum úr launarannsókn Hagstofu íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Kaupmáttur launa er svo mældur út frá vísitölu neysluverðs og launavísitölu.