Launavísitala hækkaði um 0,9% í desember í fyrra og síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,7%. Kemur þetta fram í tölum Hagstofunnar. Vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 0,6% í desember, en hefur hækkað um 7,6% síðustu tólf mánuði.

Kaupmáttur launa hefur ekki aukist jafn mikið á tímabilinu janúar til desember á neinu því ári sem Hagstofan hefur tölur yfir. Ná tölur yfir vísitölu kaupmáttar aftur til ársins 1989.

Árið 2014 hækkaði vísitala kaupmáttar laun um 5,8% á þessu tímabili og þarf svo að fara aftur til ársins 1998 til að finna meiri hækkun á vísitölunni, en á tímabilinu janúar til desember það ár hækkaði vísitala kaupmáttar launa um 6,5%.