Kaupmáttur launa í maí 2017 er 143,1 stig og hækkaði um 3% milli mánaða. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 6%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Launavísitala í maí er hins vegar 617,8 stig og hækkaði um 3,2% frá fyrri mánuði, síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Minni tólf mánaða breyting í maí 2016 en í maí 2017 skýrist meðal annars af því að í tólf mánaða breytingu vísitölunnar í maí 2016 gætti áhrifa af tveim kjarasamningshækkunum hjá stórum hluta starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Í tólf mánaða breytingu vísitölunnar í maí 2017 gætir hins vegar einungis áhrifa af einni kjarasamningshækkun sem kom til framkvæmda í maí 2017.