Launavísitalan hækkaði um 0,3% í mars frá fyrri mánuði og er hún nú komin í 640 stig samkvæmt Hagstofu Íslands . Stofnunin miðar við að vísitalan hafi verið í 100 stigum í desember 1988. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur verðbólgan aukist hratt síðustu mánuði og er hún nú yfir markmiðum Seðlabankans .

Launavísitalan hefur hækkað um 7,1% síðustu 12 mánuði, en mesta mánaðarhækkunin á tímabilinu var í maí síðastliðnum þegar hún hækkaði um 3,2%, væntanlega vegna kjarasamningahækkunar. Hins vegar stóð hún í stað í júlímánuði.

Kaupmáttur launa lækkaði hins vegar um 0,3% í mars frá fyrri mánuði en síðustu 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar hins vegar hækkað um 4,2%. Stendur vísitalan nú í 145,2 stigum.

Fleiri fréttir um aukna verðbólgu: