Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 3,9% á 12 mánaða tímabili. Þetta kemur frá á vef Alþýðusambands Íslands. Sé litið til síðustu 12 mánaða breyttist kaupmáttur lítið á fyrri hluta þess tímabils, en síðustu þrjá mánuði hefur hann minnkað snarpt.

Hækkun verðlags um fram kauplag er ástæðan, en í maí hækkaði vísitala launa um 7,9% á meðan verðbólga var var 12,3%.

Í frétt Alþýðusambandsins segir að áhrif kjarasamninganna í febrúar séu að öllum líkindum komin fram í launavísitölu. Áhrif samninga Starfsgreinasambandsins og BSRB við fjármálaráðherra eru sögð líklega vera komin „að nokkru leyti“ fram.

„Um þessar mundir virðist talsverður slaki vera að myndast í atvinnulífinu.Þetta gæti leitt til þess að á næstunni muni draga úr launaskriði, þ.e. launahækkunum umfram kjarasamninga,“ segir í frétt Alþýðusambandsins