Launavísitalan var 573,1 stig í maímánuði og hefur hún hækkað um 0,5% frá fyrri mánuði. Launavísitalan hefur hækkað um 13,3% síðastliðna 12 mánuði.

Launavísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem er að ræða dagvinnu eða yfirvinnu og byggir hún á gögnun úr launarannsókn Hagstofu Íslands. Hún sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma og er tekið tillit til hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslna sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.

Kaupmáttur eykst

Kaupmáttur launa í maí hefur hækkað um 0,1% frá fyrri mánuði og var í maímánuði vísitala kaupmáttarins 135,0 stig. Vísitalan hefur hækkað um 11,4% síðustu 12 mánuði.

Vísitala kaupmáttar byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs, þar sem hækkun þýðir að laun hækka umfram verðlag og lækkun þegar verðbólgan er meiri en launahækkanir.