Ráðstöfunartekjur heimilageirans jukust árið 2014 um 7,7% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 6,5% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 4,4%. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofunnar .

Þar segir að heildartekjur heimilageirans hafi aukist um 7,1% frá árinu 2013 og 2014. Þar af var 6,6% aukning á heildarlaunatekjum, 7,7% aukning á heildareignatekjum og 3,5% aukning á rekstrarafgangi einstaklingsfyrirtækja.

Heildartilfærslutekjur jukust um 11,1% milli ára. Heildareigna- og tilfærsluútgjöld jukust um 6,2% milli ára, vegna 3,2% meiri eignaútgjalda og 6,7% aukningar tilfærsluútgjalda.