Jóhanna Sigurðardóttir á Viðskiptaþingi 2011
Jóhanna Sigurðardóttir á Viðskiptaþingi 2011
© BIG (VB MYND/BIG)
Kaupmáttur landsmanna er í dag svipaður og hann var árið 2004, að því er kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í dag. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um stöðu í efnahags- og atvinnumálum. Hún sagði kaupmátt hafa aukist í kjölfar kjarasamninga, þar af hafi kaupmáttur lægstu launa hækkað um 4%. „Með vaxandi kaupmætti höfum við endurheimt þann kaupmátt sem var árið 2004," sagði Jóhanna.

Aukin verðbólga var eitt umfjöllunarefni Jóhönnu, en verðbólgan mælist nú 5%. Í ársbyrjun var hún 1,8%.  Forsætisráðherra biðlaði til fyrirtækja að halda að sér höndum í verðhækkunum og taldi svigrúm til þess.

Jóhanna sagði atvinnumál vera helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu misserum og munu hafa forgang.