Áætlaður kostnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar vegna nýs kaupréttakerfis er um 0,8 milljónir dala árlega næstu þrjú ár, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar um samkomulagið. Miðað við núverandi gengi krónunnar gerir það um 100 milljónir króna á ári. Heimilt verður að veita 6.750 þúsund hluti undir kaupréttakerfinu, eða 1,5% af heildarhlutafé í Össuri. Jón Sigurðsson forstjóri og framkvæmdastjórar halda í dag um kauprétti að andvirði 3.750 þúsund hlutum.

Tekið er fram að kaupréttakerfinu sé ætlað að hvetja starfsmenn til þess að ná markmiðum félagsins, til þess að halda hæfum stjórnendum í starfi og til að laða að gott starfsfólk.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.