Í samræmi við starfskjarastefnu Glitnis banka hf., hefur stjórn félagsins samþykkt kaupréttarstefnu vegna þess sem eftir lifir ársins 2007 og ársins 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samkvæmt henni munu á umræddum árum verða gerðir kaupréttarsamningar að 550 milljón hlutum við lykilstarfsmenn í bankanum. Kaupréttina má nýta í nokkrum hlutum fram til júní 2010 samkvæmt nánari áætlun þar að lútandi.

Kaupréttarverðið er krónur 27,5 sem var verð hluta í Glitni banka hf. þann 30. maí sl. þegar stjórnin samþykkti framangreint.