Sú ákvörðun fimm lykilstjórnenda Eimskips að falla frá öllum kaupréttum að 5% hlut í félaginu sem þeim hefur verið úthlutað síðastliðin tvö ár vegna þrýstings frá nokkrum lífeyrissjóðum er til marks um betri stjórnarhætti lífeyrissjóða, að mati Friðriks Más Baldurssonar, forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.

Friðrik sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins ekki muna til þess að að sambærilegir hlutir hafi átt sér stað hér á landi. Hann sagði engu að síður um sérstakt tilvik að ræða.

„Í stað þess að horfa til framtíðarhagnaðar og að skilyrða hvatninguna við það að fyrirtækið vaxi og dafni, þá kemur þetta bara á nóttu, þessi hagnaður, hundruð milljóna. Það eru ákveðin vonbrigði og eflir ekki traust að menn hafi reynt að ganga þetta langt,“ sagði hann.