Yfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð Skattsins í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kviku banka og forvera hans, um að tekjur hans af kauprétti í bankanum skuli skattleggjast sem launatekjur hans. Engu máli skipti þótt nefndur starfsmaður hefði greitt gangvirði fyrir réttindin.

Um var að ræða annað kaupréttarkerfi bankans en forveri þess, sem fólst í útgáfu B-hluta í bankanum, hafði áður fallið á prófi skattyfirvalda. Téðir kaupréttir, sem undir voru í málinu, voru aðeins veittir fámennum hópi lykilstjórnenda en við verðmat á réttindunum var byggt á svokallaðri Black-Scholes aðferð.

Í fyrri réttarframkvæmd hefur verið miðað við að áskriftarréttindi, sem veitt eru starfsmönnum í tengslum við starf þeirra og undir markaðsvirði bréfanna, skuli eigi skattleggja sem fjármagnstekjur heldur sem launatekjur starfsmanna. Málið nú var frábrugðið þeim fyrri í ljósi þess að greitt var fyrir réttindin. Byggði gjaldandi málsins á því að réttindin hefðu ekki verið veitt í tengslum við starf hans og þar með ekki starfstengd hlunnindi. Á þetta féllst Skatturinn ekki og hið sama gilti um yfirskattanefnd.

„Fyrir liggur í málinu að hin umdeildu áskriftarréttindi að nýju hlutafé X hf., sem bankinn gaf út á árunum 2014 og 2016, voru eingöngu seld fámennum hópi æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna bankans á greindum tíma. Ekkert hefur komið fram um það í málinu að aðrir en umræddir stjórnendur bankans hafi átt kost á kaupum áskriftarréttinda að hlutafé í bankanum á þeim tíma sem um ræðir eða að sala réttindanna til annarra aðila hafi verið ráðgerð af hálfu bankans.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði