Í tilkynningu Símans til Kauphallar Nasdaq OMX kemur fram að Jón Ríkharður Kristjánsson, sem er framkvæmdastjóri Mílu, sé að selja 3.921.275 hluta á genginu 2,518. Það er útboðsgengið sem stjórnendum Símans bauðst. Í almennu útboði bréfa Símans var meðaltalsgengi 3,33 krónur. Markaðsgengið í dag er 3,48 krónur.

Í tilkynningu segir að viðskiptin séu í raun kaup Jóns að ganga aftur til baka.

Jón óskaði þá eftir því sjálfur, í kjölfar þess að Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja lýsti yfir efasemdum um hvort viðskiptin samræmdust sáttmála sem Síminn gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2013.