Stjórn Woolworths hyggst endurskoða bónusgreiðslur stjórnenda verslanakeðjunnar. Ráðgjafar Woolworths segja stjórnarformann félagsins telja að stjórnendur þess skorti hvata til að snúa rekstrinum við.

Kaupréttur sem stjórnendur njóta nú gæti verið endurskoðaður til að samræmast betur myndarlegum kauprétti sem Steve Johnson, nýr framkvæmdastjóri Woolworths, nýtur. Johnson á kauprétt á 24 milljónum hluta og hagnast um 9 milljónir punda á kaupréttinum, nái hann því takmarki að ná hlutabréfum félagsins upp í 60 pens á hlut.

Woolworths var metið á 7,7 pens á hlut við lokun markað á föstudaginn. Fyrir 2 árum voru hlutir félagsins metnir á yfir 30 pens og kaupréttur margra stjórnenda veitir þeim rétt á að kaupa hluti á meira en 30 pens.

Baugur á 12,4% hlut í Woolworths.

Telegraph greindi frá.