Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu voru 624. Heildarvelta nam 27 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 43,2 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 17,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 8,2 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,6 milljörðum.

Í samanburði við júli 2016, þá fækkar kaupsamningum um 1,1% og velta eykst um 0,6%.

Í samanburði við ágúst 2015, þá fækkar kaupsamningum um 20% og velta minnkar um 6,9%.

Þá vekur Þjóðskrá sérstaklega athygli á því að: „meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.“