*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 26. október 2014 13:05

Kaupsamningum fjölgaði um 11%

Heildarfasteignamat á landinu fyrir árið 2015 nemur 5.396 milljörðum króna og hækkar um nærri 300 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kaupsamningum fjölgaði um tæp 11% árið 2013 miðað við árið á undan. Heildarfasteignamat á landinu fyrir árið 2015 nemur 5.396 milljörðum króna en fasteignamatið árið 2014 var 5.011 milljarðar. Matið hækkaði því um 7,7% milli ára.

Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Þjóðskrá þar sem fasteignamat fyrir árið 2015 er kynnt. Íbúðarhúsnæði er langstærsti hluti verðmæta sem bundin eru í fasteignum, en fasteignamat allra íbúðareigna nemur 3.540 milljörðum króna. Þar á eftir kemur atvinnuhúsnæði sem metið er á 988 milljarða.

Heildarfasteignamat breytist svipað í flestum landshlutum en þó sker höfuðborgarsvæðið sig úr. Mat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1%, en á öðrum stöðum hækkar það um 3,3%-5,1%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð. 

Stikkorð: Fasteignamat