Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 27. janúar til og með 2. febrúar 2012 var 70 en voru 64 á sama tíma fyrir ári síðan. Af 70 samningum voru 57 samningar um eignir í fjölbýli, átta samningar um sérbýli og fimm samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 1.740 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,9 milljónir króna en á sama tíma í fyrra nam heildarveltan 1.772 milljónum króna og meðalupphæð á samning var 27,7 milljónir króna.

Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru tveir samningar um eignir í fjölbýli og fimm samningar um sérbýli. Heildarveltan var 130 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 14 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, fjórir samningar um sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 219 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,7 milljónir króna.