Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 446. Heildarvelta nam 12,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 27 milljónir króna, samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 8,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 3,6 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 0,3 milljörðum króna.

Kaupsamningar voru 58,7% fleiri en í sama mánuði í fyrra og jókst veltan um 58,8%.

Kaupsamningum í júlí 2011 fjölgaði um 19,9% samanborið fyrri mánuði. Jafnframt jókst velta um 13,8%. Í júní 2011 var 372 kaupsamningum þinglýst og velta nam 10,6 milljörðum.

Á Akureyri voru 36 samningar þinglýstir, 14 á Árborgarsvæðinu, 9 á Akranesi og 15 í Reykjanesbæ í júlí.