Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 13.-19.júlí 2012 var 115 en í fyrra á svipuðum tíma var fjöldi þinglýstra samninga 96 en þetta er 26% aukning frá því í síðustu viku. Heildarveltan á höfuðborgarsvæðinu var 3.088 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,8 milljónir króna.

11 kaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum en þar var heildarveltan 169 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,4 milljónir króna. Á Akureyri var 4 samningum þinglýst sem er fækkun frá síðustu viku en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku þá hefur meiri aukning verið á kaupsamningum á Akureyri en í Reykjavík undanfarin ár ef miðað er við fjölda íbúa.

5 kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu en heildarvelta þar var 113 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.